Leikskólaleit

Verkefni síðustu viku var að koma jólapökkunum af stað til Íslands og í þessari viku er það leikskóli fyrir Þórarinn. Ég var búin að skoða heilmikið á internetinu og hringja á nokkra staði og var búin að finna tvo staði þar sem var laust pláss fyrir hann. Við fórum svo í gær og skoðuðum þessa tvo leikskóla. Sá fyrri var rétt við hliðina á líkamsræktinni og frekar nálægt CCP og okkur leist ágætlega á hann. Hinn var alveg í hina áttina frá vinnunni en þar var rólegra umhverfi, betra útisvæði, hreinlegra og bjartara húsnæði. Þannig að við erum eiginlega búin að ákveða að láta hann í þennan seinni. Við sáum reyndar ekki kennarana hans þar sem þeir voru ekki við í gær en við ætlum að koma við aftur á fimmtudaginn eða föstudaginn og hitta þær.

Helgin fór í barnaafmæli á laugardaginn og matarboð á sunnudaginn. Emilía og Hafþór eiga bæði afmæli í desember og þar sem fjölskyldan fer til Íslands yfir jólin var haldið sameiginlega upp á afmælin með tonni af frábærum veitingum. Á sunnudaginn buðum við svo júdóþjálfaranum og fjölskyldu hennar í mat. Við ætluðum að hafa eitthvað Íslandslegt og fundum lambalæri (reyndar ástralskt) sem við elduðum. Þetta var ágætt.

Þá er líklegast kominn tími til að skipuleggja jólaundirbúninginn. Já ég veit ég er nú frekar sein í þessu, fyrsti jólasveinninn að koma bara annað kvöld... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 460

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband