Fyrsti desember

Er það ekki ellimerki þegar börnin eru farin að þurfa að opna krukkurnar fyrir mann? Ja þá er ég hrædd um að ég sé farin að verða gömul; Ásþór þurfti að opna fyrir mig vanilludropana í pönsurnar í dag.

Ég er nú ekki í miklu jólaskapi enda eigum við ekkert skraut eða neitt hér ennþá. Við erum samt búin að versla nánast allar jólagjafir sem þarf að senda til Íslands og það síðasta ætla ég að klára á morgun. Við erum nú bara nokkuð tímanlega í ár (hmm, sem sagt ekki alveg á síðustu stundu eins og vanalega). Það var fimm daga helgi núna síðast og ég notaði bæði föstudag og laugardag til að versla. Ekki veitti af tímanum þar sem ég er ekki góður sjoppari og þarf alltaf fjórum sinnum lengri tíma en aðrir til að ákveða mig eða kaupa eitthvað yfirleitt...  

Thanksgiving var síðastliðinn fimmtudag. Þá koma yfirleitt stórfjölskyldur saman og borða kalkún með sósu og cranberrysultu, og graskerspæ á eftir. Við vorum boðin í svona hefðbundinn mat til Ben og fjölskyldu en hann vinnur með Rúnari. Maturinn var mjög góður og við spjölluðum og spiluðum fram eftir kvöldi. Næsta kvöld var okkur boðið í afmælið hennar Þóru. Þar var mikið spilað og sungið og við gleymdum alveg tímanum en skemmtum okkur stórvel. Þórarinn sofnaði í fanginu á mér undir söngnum en Ásþór var að spila tölvuleik með Jökli og var en vakandi þegar við fórum heim en orðinn dauðþreyttur. 

Jæja best að fara að elda mat handa júdóköppunum en þeir koma heim eftir um hálftíma. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 460

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband