17.12.2008 | 13:03
Þriðjudagur 16. desember
Jæja jæja, tíminn líður.
Þórarinn fór í fyrsta skipti í nýja leikskólann í dag. Þau vildu ekkert að ég væri með honum svo að við fórum bara með hann kl hálf átta og ég náði svo í hann kl 14:15. Ég var auðvitað með símann í hendinni allan tímann ef þau skyldu hringja. Dagurinn hafði gengið í meginatriðum vel nema þegar þau áttu að fara út þá fór minn að skæla og langaði heim en þá var líka bara smá stund þangað til dagurinn væri búinn. Hann sagðist ekki hafa viljað leika við krakkana og vildi bara sitja við borðið. Það verður spennandi að sjá hvernig hann verður á morgun. Svo eru þetta bara þrír dagar núna og þá er komið jólafrí. Hann byrjar svo aftur þann fimmta jan.
Annars er nú aðeins að verða jólalegt hjá okkur; komnar seríur og kerti. Svo er ég búin að gera tvö smákökudeig sem bíða eftir að ofninn verði laus.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vil óska ykkur fjölskyldunni gleðilegra jóla. Eigið yndislega jólahátíð.
kær kveðja Bergdís og co
Bergdís Rósantsdóttir, 24.12.2008 kl. 11:44
Gleðileg jól!
Björg Árnadóttir, 26.12.2008 kl. 19:19
Gleðilegt ár.
Bergdís Rósantsdóttir, 4.1.2009 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.