Júdómót

Um síðustu helgi fórum við með Ásþór á júdómót eftir að hafa skipt á bílnum. Við vorum ekki nógu ánægð með þennan stóra Pontiac (þó aukahlutirnir væru mjög freistandi):) Hann eyddi miklu bensíni (sem er nú ekki alveg það sem maður er að leita að á tímum bensínskorts og himinhás verðs), hlaup í stýrinu sem ágerðist og grunsamleg hljóð í viftunni. Nei hann varð að fara. Í staðinn fengum við okkur lítinn og sætan, sparneytinn Ford Focus. Hann reyndist okkur mjög vel í ferðalaginu um síðustu helgi og fór ca 40 mílur á gallon. ( hmmm... er ekki búin að reikna yfir í km á líter eða lítra á hundraðið... en þetta er mjög ásættanleg eyðsla.)

Waynesville í North Carolina er mjög fallegur bær. Hann stendur upp í skógi vöxnum fjöllum og nokkuð bröttum sumstaðar (kannski ekki mikið þegar maður hefur keyrt um norsku firðina). Við komum þangað klukkan 10 um kvöldið, glorhungruð og fórum beint að borða á fyrsta stað sem við sáum þegar búið var að tjekka inn og hlaupa nokkrum sinnum í kringum mótelið. Strákarnir voru auðvitað alveg búnir á því þegar þeir komust loks í rúmið. Næsta morgun byrjuðum við á að skrá Ásþór á júdómótið og höfðum svo tíma til að skoða okkur aðeins um í bænum. Keppnin byrjaði svo klukkan 11 með yngstu keppendunum. Það var rosa harka í flestum keppendum og mörg fín köst. Ásþóri gekk nokkuð vel. Hann keppti í tveimur flokkum; sínum aldursflokki og svo við eldri krakka. Hann náði þriðja sætinu í þeim seinni en vann allar glímurnar í sínum aldursflokki og fékk gull þar. Ekki ónýtt að koma heim með gull og brons.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með drenginn.  Þetta er ekkert smá flott hjá honum. 

Bergdís Rósantsdóttir, 11.10.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 462

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband