22.9.2008 | 06:29
Næturgöltur
María hefur verið dugleg við að skrifa, þannig að best að maður hendi smá testósteróni í bloggið. Göltur næturinnar! Súperflott heiti.
Loki (áður þekktur sem Ásþór) kom fram í stofu fyrir smá stundu síðan gangandi í svefni og tókst á nokkuð löngum tíma að brjóta svefnmúrinn með því að minna mig á að gá hvort við unnum Gimla og Star Wars fígúrur á Ebay í kvöld. Svo hné hann steinsofandi í sófann. Alveg merkilegt hvað þetta hefur verið honum ofarlega í huga :) Allavega við unnum, gaman að því.
Hvað er ég annars að gera klukkan að ganga þrjú að nóttu - Ég er að skrifa um ferðina til Austin GDC (Game Developers Conference). Mjög gagnleg ráðstefna að mínu mati - Beggars can´t be choosers, þetta er sennilega lang gagnlegasta ráðstefnan fyrir MMO developera sem haldin er í heiminum, þannig að þótt ég væri chooser væri sennilega ekki mikið til að vera ósáttur við.
Almenna niðurstaðan er að CCP Rokkar Feitt og er öfundað af svo rosalega mörgum í bransanum að það er alveg makalaust.
Allavega, nóg um vinnuna. Ég henti saman texta fyrir Trassana í gær og sendi Bjössa yfir netið. Við endum alltaf einhvernveginn á því að vinna saman í fjarvinnu. Ég neyddist til að segja mig úr lögum við verkefnið okkar Óla Stefáns og Þorvaldar í bili þar sem það er engin leið til að halda því dýnamíska ferli gangandi sem þarf að vera til staðar svo eitthvað af viti komi úr þessu frá mínum bæjardyrum. Alger synd en svona er þetta.
Gangan í vinnuna er alveg snilld, byrja morgnana á því og léttri líkamsrækt í lyftingatækjunum á CCP Atlanta og hendist svo í sturtuna þar. Talsverður munur á því og að mygla í bílnum í hálftíma og hakka í sig egg og beikon eins og svo margir væntanlegir kransæðaklesstir samstarfsmenn mínir. Annars mun ég nú reyndar áreiðanlega drepast á undan þeim úr því, þannig að allir geta verið ánægðir með sinn hlut!
Við tókum Arkham Horror um helgina og mikið andskoti er það skemmtilegt. Við komum í veg fyrir að Hastur kæmist í gegnum hliðin. Þrátt fyrir að við stefndum að spunaspili komum við því reyndar ekki við en það er um að gera að taka upp þráðinn þar sem fyrst. Held við höfum verið að stefna á þriðjudagskvöldið fyrst helgin fór í annað. Stuð í því. Loki er alveg ofboðslega spenntur eftir næsta kvöldi, ég held hann sé búinn að búa til fjórar persónur í Askinum (bæði þeim gamla og nýja).
Þórarinn er alveg á úrvalsaldri fyrir nýja barnaspilið okkar Maríu og stefnan er að uppfæra reglurnar og smala saman slatta af krökkum í frekari prufuspilun. Annars er Þórarinn alveg makalaust glaður og bjartur lítill drengur. Hann er þannig að sama hvað á bjátar (sem kemur nú oft upp úr þurru) þá er það gríðarlega fljótt að gleymast, hjálpi maður honum við það eitt að skipta um sjónarhorn á því. Vont verður gott, leiðinlegt verður skemmtilegt, sorg verður taumlaus gleði.
Verð að halda áfram með vinnuna, á aðeins eftir ca. 10 fyrirlestra...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:36 | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.