Komið og farið

Á mánudaginn kom dótið sem sent var frá Íslandi. Þórarinn var búinn að vera voða spenntur að sjá dótið sitt og það urðu fagnaðarfundir þegar Jack Sparrow og sjóræningjaskipið voru tekin upp. Anna Rut og Tóta komu hingað til að taka við sínu dóti. Anna og Húni eru reyndar ekki búin að fá húsið sitt og fá að geyma kassana í bílskúrnum okkar þangað til.

Rúnar er því miður ekki heima en hann er í Austin Texas í nokkra daga á ráðstefnu. Kemur í dag.

Þriðjudagurinn fór í að taka upp úr kössunum og raða í allar tómu hillurnar. Nú eru þær frekar fullar. Í gær fórum við Þórarinn svo í Discover Mills mollið með stelpunum (Þóru, Önnu Rut, Tótu og Arndísi) og öllum litlu krökkunum (Eygló Þóru, Hafþóri og Emilíu, Herði Val og Svölni). Þetta varð svaka hópferð og ágætistími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Hæ, hæ!

María þú varst klukkuð! Þú getur kíkt á bloggið mitt til að sjá hvað þú átt að gera hehe.

Kær kveðja Þóra :0)

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 477

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband