Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Kosningar og júdó í suður Karólínu

Það er nú fyrsti maí í dag og væntanlega frí hjá ykkur íslendingum er það ekki? Ekkert svoleiðis hjá okkur en samt heilmikið um að vera. Það er Spring Carnival í skólanum hjá Ásþóri eftir skóla og svo býður CCP í bíó kl sjö.

Um síðustu helgi var rosa stuð hjá okkur. Á laugardaginn vöknuðum við klukkan sex og lögðum af stað til Suður Karólínu á júdómót. Jökull, sonur Tótu og Reynis var með okkur og 15 krakkar í rútu frá júdóklúbbnum niðri í bæ. Ferðin gekk mjög vel og við komin í sól og hita klukkan 10 á staðinn. Mótið átti að halda í herstöð í bænum Colombia en þegar við mættum í herstöðina kannaðist engin við neitt mót. Rúnar spurðist fyrir hjá einhverjum hátt settum og ég reyndi að hringja í rútuna og komumst þá að því að mótið var ekki fyrr en næsta dag! Því hafði verið frestað á einhverjum tímapunkti og enginn áttað sig á því. Rútan snéri til baka en við ákváðum að gista og vera á mótinu næsta dag. Við fundum hótel sem var með interneti og tölvu til að við gætum horft á kosningasjónvarpið og fórum svo í bíó og á skemmtilegt safn og út að borða. Þegar kom á daginn var reyndar ekkert hægt að horfa á neitt í þessari hóteltölvu. Það vantaði dræver í hana til að hægt væri að horfa á svona videosendingar. Við reyndum að leita að internetkaffihúsi en fundum ekkert. Það endaði með því að við skoðuðum bara mbl.is og ruv og lásum það sem þar var að finna og fórum svo bara að sofa. Lásum svo bara úrslitin næsta morgun. Svolítið leiðinlegt að missa alveg af kosningasjónvarpinu...

Næsta dag var svo mótið. Allir strákarnir kepptu í tveimur flokkum og í stuttu máli sagt gekk þeim mjög vel. Þórarinn fékk silfur og brons, Jökull tvö silfur og Ásþór tvö gull. Jökull og Ásþór þurftu að leggja mikið á sig til að lenda þessum peningum. Þetta voru erfiðar glímur hjá þeim, sérstaklega í seinni flokknum hjá Ásþóri sem urðu síðustu glímurnar á mótinu, um klukkan sex. Við komumst því ekki út úr salnum fyrr en klukkan hálf sjö. Þá var eftir að borða áður en keyrt var heim. Við stoppuðum við á einhverjum stað sem við höfðum ekki heyrt um áður og fengum okkur að borða sem er nú kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar fékk Rúnar stærsta hamborgara sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann hefði dugað einn og sér handa okkur öllum... geðveikur... Á leiðinni heim var rökrætt, sagðir brandarar, sungið og hlegið. Voða stuð á karlpeningnum (nema Þórarni sem svaf mestallan tímann).

Það er komið sumarveður hérna, búið að vera svona 30 stiga hiti alla vikuna. Ég hafði það af að slá garðinn sem var alveg kominn tími á og þvo bílinn sem var líka alveg tímabært.

Ég bið svo bara að heilsa ykkur í bili. Skrifa meira síðar. 

P.S. Ég setti inn örfáar myndir síðan um helgina í nýtt myndaalbúm hérna á síðunni.


Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband