Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
24.8.2008 | 18:44
FI 631 til Atlanta
4. - 5. Ágúst
Við lögðum af stað frá Íslandi um kaffileytið 4. Ágúst. Strákarnir voru mjög þægir og góðir alla leiðina, en þeir sátu við hliðina á pabba og horfðu á myndir, þætti og spiliuðu leiki í nýmóðins baksætissjónvörpum. Þvílík snilldaruppfinning! Pabbi var límdur yfir myndum á meðan þær entust sem áhugaverðar. Strákunum þótti ekki verra þegar flugvélin tók smá dýfur á leiðinni inn til Boston og fengu fiðring í magann. Um leið og við lentum fórum við með dótið okkar upp á herbergi og svo rakleiðis á veitingastað sem heitir Hibachi. Það var aðallega fyrir strákana gert því þar setjast matargestir umhverfis stórt borð sem er í raun panna og kokkurinn kemur að borðinu og eldar ofan í mann það sem pantað er og leikur alls kyns hundakúnstir á meðan; gerir eldfjall úr laukhringjum og olíu, kastar hnífum og spöðum í loft upp, grípur og lætur glamra. Það þótti þeim ofboðslega gaman, en þegar maturinn var búinn voru þeir líka gersamlega örmagna af syfju, þ.s. klukkan var komin vel yfir miðnætti að íslenskum tíma.
Daginn eftir vöknuðum við mjög tímanlega fyrir flugið, sem var eins gott því á flugvellinum heimtaði afgreiðslufólkið að við tækjum borðtölvuna úr kassanum og héldum á henni í fluginu. Það var glápt þokkalega á okkur alla leiðina.
Eftir smá hoss á leiðinni, sem vakti mikla kátínu, komum við út í steikjandi hitann í Atlanta, en við kræktum í afturendann á langri hitabylgju. 35°C til 37°C hiti þann daginn og reyndar næstu 4 til 5 daga. Það var ágæt, þ.s. dagarnir eftir það hafa verið svalandi í samanburði. Við vöndumst mjög fljótt við. Það var tekið ágætlega á móti okkur á skrifstofunni, okkar beið mjög bílaleigubíll til afnota þar til við værum búin að kaupa okkur kerru. Eftir smá kynnisferð tók við síðasti ferðaspottinn, en það var bílferð til Péturs og Þóru og þar voru miklir fagnaðarfundir hjá krökkunum og þau léku sér fram á nótt. Daginn eftir tók svo við að koma okkur fyrir.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar