Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

smá kveðja frá frænda.

Hæ hó gott fólk! Flott síða hjá ykkur. Ég er einmitt staddur í Californiu núna og er búinn að vera síðan 25.jan. Er að vinna í verkefni á vegum Össurar hf. Ég var svo óheppinn að fá flensu og er búinn að vera með hana í rúma viku, alveg hrikalega fúlt.. maður fer í vinnuna upp úr 7 á morgnana og er bara búinn á því um kl tvö. En gengur ekki allt í haginn hjá ykkur kæru vinir. Bless í bili og heilsist vel :-) kv Lalli frændi.

Lárus Sigfússon (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 12. feb. 2009

Gaman að sjá ykkur :)

Hæ hæ þið öll. Frábært að fá aðgang að ykkur hér á bloggi, þá mun ég verða hér inni annað slagið og fylgjast með. Það er svo gaman þegar um er að ræða einstaklinga sem eru manni kærir. Farið vel með ykkur og við verðum í bandi. Kv. Magga frænka og Co. í Mjóanum.

Magga (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. feb. 2009

Kveðja af Völlunum

Sæl og blessuð þið öll! Og gleðilegt ár og María innilega til hamingju með afmælið 8. janúar! Gott að heyra að það fer vel um ykkur öll og frábært að hafa Íslendinga á svæðinu til að spjalla við! Bestu kveðjur frá okkur öllum - við fylgumst spennt með blogginu! Lilja, Ari Páll, Albert, Árni og Ágúst

Lilja Kristjánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. jan. 2009

Kveðja af Héraði

Guð hvað það er gaman að rekast inn á þessa síðu, eins og sönnu sveitafólki sæmir ákvað ég að kvitta fyrir komu mína. Ég frétti af síðunni hjá fyrrverandi samstarfskonu þinni hjá TR Mæja. Nú er ég flutt með famelíuna aftur heim á Hérað, við kunnum ótrúlega vel við okkur í sveitinni. Kannski við sjáum ykkur þegar þið kíkið næst til Egilsstaða. Kveðja Berglind Halldórsdóttir

Berglind Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 19. des. 2008

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband