6.3.2009 | 21:18
Foreldraheimt
Nú eru pabbi og mamma komin. Ég fór niður í bæ í gærkvöldi og náði í þau á Greyhoundrútustöðina. Ég þurfti auðvitað að villast aðeins á leiðinni (þrátt fyrir GPS tækið) enda er ég ekki mikið á ferðinni í þessum hluta borgarinnar. Svo var alls konar dúbíus lið á leiðinni frá bílastæðinu og að stöðinni og á leiðinni til baka með dótið fóru menn að tala við okkur og einn fylgdi okkur alveg að bílnum. Mér leist nú ekkert á það, var mest hrædd um að einhver væri að ræna úr bílnum mínum á meðan eða einhver ætlaði að nappa veskjunum okkar... en það gerðist nú ekki (var kannski aðeins of tortryggin). Við villtumst svo aftur á leiðinni til baka en það var nú bara út af því að á tveimur stöðum voru lokaðar götur. Við vorum svo komin heim klukkan tólf og kjöftuðum til tvö (um pólitík og praktísk atriði). Þau höfðu haft það mjög gott í Flórída; farið í Seaworld, Hús á hvolfi, risakringlu, skoðað bæinn í strætó og bílaleigubíl, borðað perúskan og indverskan mat og bandarískan hótelmorgunmat. Bara rosa fínt.
Svo erum við að fara á eftir í grill á CCP og morgun á íslendingamót.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að þau eru komin og að allt hefur gengið vel. Bið að heilsa karli og kerlu!
Björg Árnadóttir, 8.3.2009 kl. 13:19
Gaman að heyra að mamma þín og pabbi hafi drifið sig í heimsókn til ykkar. Alltaf gott að hafa ættingjana hjá sér.
Bergdís Rósantsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.