12.2.2009 | 22:48
Hitt og þetta
Jæja ekki linnir fréttunum frá Íslandi. Við horfum miklu frekar á RúV í gegnum tölvuna (sem reyndar er tengd við sjónvarpið) heldur en einhverja af þessum hundrað sjónvarpsrásum sem við höfum aðgang að hér. Það kemst ekkert í hálfkvisti við íslensku fréttirnar. Ég vona bara að þeir ætli ekki að byggja upp sama kerfi og var. Það er algerlega nauðsynlegt að hætta þessari peningaprentun sem bankarnir og bréfabraskararnir hafa verið að stunda. Það er alveg öruggt að fleiri krónur skapa ekki meiri verðmæti heldur endar með því að hver króna fær stendur fyrir minni hluta af alvöru verðmætum = verðbólga.
Annars er núna júdótímabil mikið í gangi. Rúnar fann annan júdóklúbb sem er niðri í bæ og æfir þriðjudaga og fimmtudaga sem strákarnir eru byrjaðir að æfa í líka. Svo nú er júdó hjá þeim fjórum sinnum í viku. Auk þess eru júdómót núna hverja helgina á fætur annari. Um síðustu helgi keyrðum við norður til Nashville, Tennessee á mót. Við lögðum af stað eldsnemma um morguninn og keyrðum aftur til baka um kvöldið. Þetta var nú frekar strembið þar sem það tekur fjóra og hálfan tíma að keyra aðra leiðina. Ekki bætti úr skák að mótið var þannig skipulagt að við þurftum að bíða lengi eftir glímunum hans Ásþórs og komumst ekki út úr íþróttahúsinu fyrr en eftir kl sex.
Þórarinn keppti líka í fyrsta skipti. Hann tapaði reyndar öllum glímunum en stóð sig engu að síður vel. Núna um næstu helgi svo aftur mót en í þetta sinn hérna í Atlanta.
Nú erum við að leita að leigjanda í risið okkar í Mávahlíðinni. Vonandi að það gangi fljótt og vel. Það er enn allt í stoppi varðandi undirritun eignaskiptasamningsins þar. Ekkert nýtt hefur gerst í því í bili sem er mjög slæmt því það er eitt af skilyrðunum sett eru í byggingarleyfinu að nýjum samningi verði þinglýst eins fljótt og hægt er. Auk þess þarf hann að vera kominn í gegn til að viðkomandi nýji leigjandi geti fengið húsaleigubætur ef hann hefur áhuga á því. Vona bara að Ása sjái að sér og skrifi undir.
Jæja bið að heilsa ykkur öllum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.