3.2.2009 | 19:58
Venjulegur dagur í febrúar
Nú er bara kominn febrúar. Það er búið að vera svo mikið að gera að vera heimavinnandi að ég hef bara aldrei tíma til að blogga. Dagarnir byrja venjulega á því að ég vakna (ekki ósvipað og hjá öðrum) klukkan sjö og fer að vekja liðið og drífa í það morgunmat. Þórarinn þarf að mæta milli 7.30 og 7.45 svo að við förum yfirleitt bara öll af stað og ég skutla öllum á sína staði; fyrst Þórarni, svo Ásþóri og síðast Rúnari. Þá er ég komin heim svona tíu mínútur yfir átta og get farið að borða sjálf og gera heimilisstörf eða bara vafra á netinu. Flesta daga fer ég í ræktina klukkan hálf tíu og oft í heimsókn til Þóru eftir það. Tvisvar í viku hittumst við Þóra og Arndís og syngum saman í hádeginu. Það er rosa gaman. Svo þarf að ná í Þórarinn klukkan 14.15 og Ásþór kemur heim um klukkan þrjú. Þá tekur við kaffitími og heimanám og tvisvar í viku eru strákarnir á júdóæfingum.
Þórarinn var að gefa mér ofurkrafta. Hann langaði til að ég lyfti sér upp með fætinum en ég gat það ekki svo að hann lánaði mér bara af sínum. Hann var heima í dag af því að hann var með hita í gær. Hann var samt hitalaus í morgun.
Ásþór er að prófa að fara á júdóæfingar hjá öðru félagi niðri í bæ í dag og á fimmtudag.Það verður gaman að sjá hvernig honum líkar þar.
Jæja læt þetta duga í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 689
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.