13.1.2009 | 18:21
janúardagar
Í gær fóru tengdapabbi og tengdamamma aftur til Íslands og dagarnir farnir að ganga sinn vanagang. Þetta er nú búið að vera mjög notalegur tími og ég held að þau hafi skemmt sér mjög vel. Afi búinn að kenna Ásþóri fjölskylduspilið kasínu (og strákurinn búinn að rústa þeim gamla) sem og tveggja manna vist og rússa. Svo er hann búinn að setja upp bloggsíðu. Amma búin að fara í nokkrar búðir, lesa fyrir krakkana og sauma út með okkur Þóru. Og maturinn... Það hefur verið veisla svona annan hvern dag síðan þau komu, annað hvort hjá okkur eða Pétri og Þóru.
Í gær var ég i einhverju letikasti og las bara bók. Þetta var krimmi um sænskan blaðamann. Bara mjög fín. Í dag er ég búin að fara í ræktina og ætla svo að fara í heimsókn á eftir þegar strákarnir eru komnir heim. Þórarinn er búin að vera að tala um að hitta Emilíu vinkonu sína alveg síðan hún fór til Íslands fyrir jólin og nú ætla ég að láta verða af því að leyfa þeim að hittast.
Ásþór þarf að búa til hljóðfæri fyrir tónlistartímann á fimmtudaginn og við þurfum að vinna í því í kvöld. Hann var að spá í að nota glerflöskur með mismiklu vatni í og slá í þær með skeið. Það gæti komið vel út.
Bið að heilsa ykkur öllum í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.