2009 (o my god)

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla öllsömul.

Er það ekki merkilegt að það sé komið árið 2009 og 8. janúar á morgun... Það er nú langt síðan ég þurfti að reikna í hvert skipti sem afmælið mitt nálgaðist og núna reiknaði ég tvisvar (til að vera viss). Er tíminn ekki aðeins of fljótur á sér?

Annars er allt gott að frétta hér. Tengdaforeldrarnir komu hingað þann 27. des og þá voru nú bara jólin aftur. Þau komu með pakka frá Möggu og Jóni og við geymdum pakkana sem þau höfðu sjálf sent með okkur í sumar svo að þetta var heilmikið. Við vorum í mat hjá Pétri og Þóru og fengum önd sem var rosalega góð og sósan og meðlætið allt frábært. 

Annars höfum við verið meira og minna hjá þeim eða þau hjá okkur yfir hátíðarnar. Síðasta sunnudag höfðum við safnadag. Við byrjuðum á að fara á King Tut sýninguna en þar er m.a. til sýnist fjársjóður sem fannst í grafhýsi Faraósins Tutankamum. Þarna voru gull og gersemar sem og fróðleikur um fornegypta. Eftir það fórum við í sædýrasafnið sem er rosalega stórt og flott. Þar eru stærstu "fiskabúr" í heimi og margir sýningarstaðir með alls kyns fiskum og vatnadýrum allt frá krossfiskum og sæhestum til hákarla og krókódíla. Þar sem allir voru orðnir þreyttir og svangir eftir þetta buðu tengdó okkur öllum út að borða á frábæran Mexikóskan stað.

Þórarinn fór auðvitað aftur í forskólann sinn nú á nýja árinu. Það byrjaði nú ekki gæfulega því hann hafði víst grátið meira eða minna allan fyrsta daginn. Kom heim rauðeygður og daufur. Var að bíða eftir mömmu sinni og fannst hann ekki geta talað við hina krakkana. Við reyndum auðvitað að peppa hann upp og næsti dagur var miklu betri. Rúnar talaði líka við kennarana og bað þær um að hjálpa honum að eiga samskipti við hina krakkana. Þegar ég kom að ná í hann í gær sagði kennarinn hans að hún hafi ekki leyft honum að sitja einum við borð eins og hann virtist vilja. Og það virkaði vel. Í dag, sem er þriðji dagurinn eftir jól, hafði hann ekki einu sinni litið á klukkuna...

Skólinn er auðvitað líka byrjaður aftur hjá Ásþóri og ég held að honum finnist það fínt.

Í gær fengum við svo beina útsendingu á skype frá því þegar Jón og Barbró og krakkarnir tóku upp pakkana frá okkur. Kassarnir sem við sendum í byrjun desember lentu nefnilega á Írlandi vegna mistaka starfsmanns á pósthúsinu hérna. Mikið var ég glöð þegar þeir voru komnir á réttan stað.

Jæja læt þetta duga í bili. Bið að heilsa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Gleðilegt ár og til hamingju með afmælið á morgun!

Björg Árnadóttir, 7.1.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með daginn skvís.  Fer á lögguna í hádeginu í dag þér til heiðurs og fæ mér kjúlla og franskar.

Knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband