31.10.2008 | 03:27
Grasker
Núna er Rúnar á Íslandi svo að við erum bara þrjú hérna í kotinu. Í gær fórum við heim til Þóru að skera grasker. Það var hálfgerð sláturstemming hjá okkur; sex konur, sex krakkar og tvennir afar og ömmur sem eru í heimsókn um þessar mundir. Rosa stuð.
Rúnar er vanur að fara með strákana í júdó tvisvar í viku en fyrst hann er á Íslandi fer ég með þeim. Ég fer greinilega of sjaldan. Þórarinn er orðinn mjög duglegur, eltir bróður sinn hvert fótmál og gerir allar æfingarnar af einbeitni. Hinir litlu krakkarnir eru reyndar frekar erfið, nenna ekkert að æfa brögðin og eru alltaf eitthvað að kvarta svo að ég reyni að vera nálægt honum, líka til að þýða ef hann skilur ekki hvað hann á að gera. Engar áhyggjur þarf að hafa af Ásþóri en hann skilur mestallt og er mjög góður júdómaður. (Skellti pabba sínum víst um daginn:) Hann er að fara á mót á laugardaginn hérna skammt frá. Í þetta skipti verða fleiri úr hans klúbbi og þjálfarinn líka. Það verður gaman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.