Fréttir

Það er helst í fréttum... (fyrir utan að allir peningar í heiminum eru horfnir og Ísland er orðið verslunarparadís útlendinga) er að við lentum í alvöru íslensku partíi um helgina; með gítarspili, póker og öllum græjum. Heppilegt að Þóra og Pétur búa í svona rúmgóðu húsi. Nóg pláss var fyrir alla að sofna þegar þreytan fór að segja til sín. Við komum svo ekki heim fyrr en um kvöldið þar sem ég var að passa Emblu og Eygló meðan hjúin fóru í golf á sunnudaginn.

Nú er helloween á næsta leiti og allt fullt af grímubúningum, graskerjum, fuglahræðum og nornum. CCP verður með grillbúningapartí á föstudaginn svona til að taka forskot á sæluna. Þóra er svo búin að bjóða strákunum með sér á krakkagrímuball á laugardaginn svo að það verður heilmikið um að vera.

Og það er komið haust hér. Ég er farin að kynda á nóttunni og laufin farin að skipta litum og falla. Þetta eru auðvitað gamlar fréttir á Íslandi þar sem er kominn snjór...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Hæ, sæta,

Takk fyrir síðast. Já það var sko fjör hjá okkur um helgina.

Sara ætlar að koma til mín á föstudag og við ætlum að undirbúa okkur fyrir halloween partýið hjá CCP, endilega komdu yfir og við getum hjálpað hvor annarri að gera okkur tilbúna og krakkana.

Knús og kossar frá mér til ykkar :0)

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Já maður þarf að fara að sofa í ullarsokkunum því það er orðið svo kalt ;=P, nei segi bara svona. Það er nú frekar kalt í vinnunni en við getum verið með hálflokaða glugga því Hjördís er í fríi núna hehe

Bergdís Rósantsdóttir, 27.10.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband