1.10.2008 | 23:39
Bíllinn í höfn en ekkert bensín
Þá erum við búin að kaupa bíl. Það er algerlga nauðsynlegt tæki á þessum slóðum þar sem almenningssamgöngur eru engar og vegalengdir ógurlegar. Við tókum daginn í gær og rúntuðum (á bílaleigubílnum sem CCP skaffaði okkur) milli bílasala í grendinni og enduðum uppi með bíl sem var allt öðruvísi en við höfðum ætlað í byrjun. Mestan áhuga höfðum við á hybrid-bíl en þeir eru næstum ófáanlegir notaðir og þeir nýju langt fyrir ofan okkar greiðslugetu. Við keyptum því 7 sæta bíl; Pontiac. Bensínnýtingin mætti vera betri en verðið var mjög gott og frábært að keyra hann. Ekki spilltu fyrir aukahlutirnir en hann er til dæmis með innbyggðum DVD spilara. Það verður gaman að fara til North-Carolina á föstudaginn á honum...
Nú þegar bíllinn er kominn mætti bensínskorturinn fara að syngja sitt síðasta. Núna síðustu vikuna hafa flestar bensínstöðvar verið lokaðar meira og minna. Bensínið klárast stuttu eftir að bensínbílarnir koma og svo eru þær tómar í nokkra tíma þar til næsta sending kemur. Ég fór til dæmis í morgun og ætlaði að setja bensín á nýja bílinn (fékk tips frá Rúnari um bensínstöð sem væri opin og ekki með takmarkað magn sem mætti taka). Þegar ég mætti á staðinn var allt tómt, ég fór því á næstu stöð en þar var ekkert heldur, og svo næstu og næstu og næstu ... Ekkert bensín. Bíllinn var orðin alveg tómur og farinn að pípa ískyggilega oft á mig (Fuel low, fuel low, fuel low). Það fór nú að fara um mig, á rúntinum milli bensínstöðva með Þórarinn en ekki einu sinni með síma... (klikkuð). Eftir nokkra stund ákvað ég að skreppa í næstu búð og vonast til að einhvers staðar væri komið bensín þegar ég keyrði til baka. Sem betur fer rættist sú ósk. Við Þórarinn rétt náðum á bensínstöð þar sem hægt var að taka ótakmarkað magn og komumst áfram. Ég var frekar fegin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.