24.9.2008 | 18:33
Bílpróf
Þá er bílprófið í höfn. Við fórum sem sagt í gær og tókum það. Þórarinn fékk að vera hjá Þóru og við Loki fékk með sér lykil að húsinu svo hann kæmist inn ef við yrðum lengi. Svo skiptum við um bíl við Pétur þar sem maður þarf að skaffa bíl sjálfur og ekki gekk að taka prófið á bílaleigubíl (vegna trygginganna). Til að gera langa sögu stutta tók þetta allan daginn og fór mestur tíminn í að sitja á óþægilegum appelsínugulum stólum og bíða eftir að ökukennari yrði laus sem gæti prófa ökufærni okkar. Rúnar fékk hrós frá sínum prófdómarar en karlinn sem prófaði mig var hundleiðinlegur og alltaf að jagast eitthvað (af hverju gerirðu svona..., þú átt að gera svona) og að lokum sagðist ætla að fella mig. Sagði að ég þyrfti að æfa mig betur að keyra í USA, þetta væri sko ekkert Ísland. Ég var nú bara hundfúl og sagðist ekki vera sammála honum. Væri búin að vera með bílpróf í 15 ár og gæti alveg keyrt. Ömurlegt að þurfa að eyða aftur heilum degi í að taka það aftur eftir nokkra daga. Sem betur fer sá hann sig um hönd og leyfði mér að ná. Honum tókst nú samt að skaða sjálfstraust mitt í umferðinni (í bili allavega).
Nú getum við farið að skoða það að kaupa bíl en án bandarísks ökuskírteinis eru bílatryggingarnar ofurdýrar. Það verður gott að geta skilað bensínháknum bílaleigubílnum sem við erum með.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.