Húsið og öndin

Húsið sem við leigjum hér er brúnt timburhús á einni hæð. Það er nú frekar gamalt en hefur þó verið haldið sæmilega við; voru til dæmis sett ný teppi og einhverjir veggir málaðir áður en við fluttum inn. í stofunni og eldhúsinu er rosalega mikið af skápum sem hentar okkur ágætlega (með alla okkar blaða og bókastafla sem endranær). Það er líka áberandi mikið af speglum. Við erum með tvö baðherbergi (annað gult og hitt hvítt). Það besta við húsið er samt veröndin sem er stór með þaki yfir að hluta sem myndar vel þeginn skugga. Svo erum við að setja upp flugnanetstjald til að sleppa við mosquitobitin (sem við Ásþór höfum fengið að finna fyirir). Garðurinn er stór og nóg af trjám og dýrum (bambus og eitt eplatré, þyrnirunnar og nóg af íkornum og fuglum).

Staðsetningin er frábær. Við erum svona 10 mín að labba í skólann hans Loka, 30 mín í Mountain Park Park þar sem er næsti leikvöllur og Rúnar er 35 mín ef hann fer gangandi í vinnuna. Næsta matvörubúð er á leiðinni á CCP og tekur ca 5 mín að keyra í hana. Pétur og Þóra eru svo aðeins lengra eða kannski 15 mín að keyra.

Við höfum ekki orðið mikið vör við nágrananna fyrir utan öndina í næsta húsi. Hún kemur alltaf kvakandi á móti okkur þegar við komum heim og er orðin góð vinkona Þórarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband