Afmæli og ýmislegt

Nú er litli strákurinn minn orðinn fimm ára. Við héldum upp á afmælið á laugardaginn og allir íslendingarnir sem eiga börn mættu. Það tókst vel.

Á sunnudaginn vorum við svo boðin í mat til bekkjarfélaga Ásþórs. Þangað kom líka annar vinur hans og fjölskylda og tveir trúboðar úr öðru fylki. Þetta var greinilega trúrækið fólk því farið var með borðbæn fyrir matinn og bæði fyrir og eftir kvöldvökuna. Það mátti heyra saumnál detta þegar Rúnar sagði að hann væri trúleysingi en hann heillaði alla upp úr skónum með því að spila á skemmtilegt argentískt strengjahljóðfæri (sem enginn hafði áður fengið lag úr) og ræða við trúboðana um heimsmynd sína. Mér fannst þetta nú frekar forvitnilegt og krakkarnir skemmtu sér vel.

Í gær var svo alvöru afmælisdagurinn. Við gerðum nú ekki mikið í tilefni dagsins en þó voru eftir tveir pakkar og var mikil gleði með það. Annars fór dagurinn í að fara í ræktina, fara í heimsókn til Þóru og svo var júdótími um kvöldið.

Nú er thanksgivinghátíðin á næsta leiti og þess vegna er frí í skólum miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku. Ásþór hlakkar mikið til.

Jæja ég er að fara að þrífa en það er afsökunin mín fyrir að fara ekki í ræktina í dag. Verð víst að standa við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Til hamingju með strákinn!

Björg Árnadóttir, 25.11.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með strákinn. 

Verðum að fara finna okkur tíma til að spjalla saman á msninu.  Margt sem ég þarf að spjalla við þig.

Bergdís Rósantsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 459

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband