Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Afmæli og ýmislegt

Nú er litli strákurinn minn orðinn fimm ára. Við héldum upp á afmælið á laugardaginn og allir íslendingarnir sem eiga börn mættu. Það tókst vel.

Á sunnudaginn vorum við svo boðin í mat til bekkjarfélaga Ásþórs. Þangað kom líka annar vinur hans og fjölskylda og tveir trúboðar úr öðru fylki. Þetta var greinilega trúrækið fólk því farið var með borðbæn fyrir matinn og bæði fyrir og eftir kvöldvökuna. Það mátti heyra saumnál detta þegar Rúnar sagði að hann væri trúleysingi en hann heillaði alla upp úr skónum með því að spila á skemmtilegt argentískt strengjahljóðfæri (sem enginn hafði áður fengið lag úr) og ræða við trúboðana um heimsmynd sína. Mér fannst þetta nú frekar forvitnilegt og krakkarnir skemmtu sér vel.

Í gær var svo alvöru afmælisdagurinn. Við gerðum nú ekki mikið í tilefni dagsins en þó voru eftir tveir pakkar og var mikil gleði með það. Annars fór dagurinn í að fara í ræktina, fara í heimsókn til Þóru og svo var júdótími um kvöldið.

Nú er thanksgivinghátíðin á næsta leiti og þess vegna er frí í skólum miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku. Ásþór hlakkar mikið til.

Jæja ég er að fara að þrífa en það er afsökunin mín fyrir að fara ekki í ræktina í dag. Verð víst að standa við það.


Mynd síðan á sunnudaginn

��rarinn og �s��r �ti � leikvelliÞessi mynd var tekin úti á leikvelli á sunnudaginn.

Helloweenhelgi

Það var mikið um að vera um helgina hjá okkur. Á föstudaginn var Helloween og auðvitað fórum við út í trick or treat. Ég var nú svo gáfuð að elda mat fyrst svo að það yrði borðað eitthvað annað en nammi. Svo drifu þeir sig í búningana og við fórum út svona upp úr kl sjö. Við gengum um þessa tvo botnlanga hérna í götunni okkar og fengum fullt af nammi þó að það væri slökkt í mörgum húsum og nokkrir komu ekki til dyra þegar við hringdum. En við vorum einu krakkarnir á ferðinni!!! Allar þessar eldri konur voru himinlifandi glaðar að fá að gefa nammið sitt. Og við sitjum uppi með allt nammið sem ég keypti líka... Þegar við komum inn um kl hálf níu, ákváðum við að horfa á mynd með namminu. Mmmm mjög fínt.

Næsta morgun var svo júdómót hjá Ásþóri svo að við drifum okkur af stað kl hálf níu til að vera mætt á réttum tíma. Hann keppti í tveimur flokkum; sínum aldursflokki og svo sínum þyngdarflokki en þar voru krakkarnir tveimur árum eldri og tuttugu sentimetrum hærri. Hann náði að vinna allar glímurnar í sínum aldursflokki en náði reyndar ekki að vinna neina í hinum flokknum. En þetta var mjög fínt. Rosaflottur verðlaunapeningur.

Í gær fórum við út á leikvöll í góða veðrinu en það var miklu hlýrra en hefur verið og við vorum strax komin úr peysunum. Þóra og stelpurnar og foreldrar hennar komu svo til okkar og við fórum saman út að borða í Decatur sem er sætur bær nálægt Atlanta downtown. Það var skemmtilegt að labba þarna um og klukkan var orðin hálf sex þegar við komum heim. Reyndar er líka kominn vetrartími svo að nú er fimm tíma munur á okkur og íslandi.


Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 395

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband