Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Foreldraheimt

Nú eru pabbi og mamma komin. Ég fór niður í bæ í gærkvöldi og náði í þau á Greyhoundrútustöðina. Ég þurfti auðvitað að villast aðeins á leiðinni (þrátt fyrir GPS tækið) enda er ég ekki mikið á ferðinni í þessum hluta borgarinnar. Svo var alls konar dúbíus lið á leiðinni frá bílastæðinu og að stöðinni og á leiðinni til baka með dótið fóru menn að tala við okkur og einn fylgdi okkur alveg að bílnum. Mér leist nú ekkert á það, var mest hrædd um að einhver væri að ræna úr bílnum mínum á meðan eða einhver ætlaði að nappa veskjunum okkar... en það gerðist nú ekki (var kannski aðeins of tortryggin). Við villtumst svo aftur á leiðinni til baka en það var nú bara út af því að á tveimur stöðum voru lokaðar götur. Við vorum svo komin heim klukkan tólf og kjöftuðum til tvö (um pólitík og praktísk atriði). Þau höfðu haft það mjög gott í Flórída; farið í Seaworld, Hús á hvolfi, risakringlu, skoðað bæinn í strætó og bílaleigubíl, borðað perúskan og indverskan mat og bandarískan hótelmorgunmat. Bara rosa fínt.

Svo erum við að fara á eftir í grill á CCP og morgun á íslendingamót.


Veikindin á útleið og foreldrarnir á innleið

Þá eru pabbi og mamma í Flórída og koma til mín með Greyhound bus á morgun. Þau flugu til Orlando á mánudaginn og ætla að vera þar í þrjár nætur. Það er nóg að skoða og skemmta sér við þar en verður líka gaman að fá þau hingað.

Annars eru strákarnir báðir búnir að vera lasnir núna, voru með streptókokka. Ásþór fór í dag í skólann en Þórarinn fer á morgun í fyrsta skipti síðan fyrir helgi. Reyndar var frí í öllum skólum á svæðinu og bara stóru svæði á mánudaginn vegna þess að það var snjór. Fyrir okkur íslendingana var þetta nú ekki mikill snjór en hann lá í þrjá daga sem er nú mjög mikið á þessum stað. Georgíubúar kunna auðvitað heldur ekkert að haga sér í hálku eða snjó. Malbikið er miklu sléttara en heima (og auðvitað engin nagladekk).

Svo er ég að verða búin að þýða nýja spilið okkar yfir á íslensku. Við skrifuðum það á ensku þar sem við erum að vonast til að geta fundið útgefanda hér. Nú erum við komin með samning við fyrirtæki á Íslandi sem ætlar að sjá um myndir og uppsetningu. Það er frábært. Rekur líka á eftir okkur að klára alveg.

Jæja, best að fara að hita mat handa liðinu, (þau þurfa auðvitað að BORÐA).

 

 


Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 425

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband