Endalaus skemmtun...

Gleðilega páska.

Nú er aldeilis liðinn langur tími síðan ég hef kíkt hérna inn. Fólk var farið að senda mér tölvupósta til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi hjá okkur Smile Best að bæta úr þessu.

Það er semsagt allt í þessu fína. 

Pabbi og mamma voru hjá okkur nánast allan marsmánuð. Við héldum upp á afmæli Ásþórs og Rúnars um miðjan mánuðinn og buðum íslendingunum okkar og Ásþór bauð líka tveimur strákum úr bekknum sínum. Ég reyndi svo að fara með þau gömlu um svæðið og keyra þau á merkilega staði en þurfti reyndar að vera komin til baka kl tvö til að ná í Þórarinn svo að við fórum ekkert langt. Við sáum m.a. Hindúahof sem byggt er úr marmara, allt útskorið og skreytt, fórum í dýragarðinn, á sögusafn, fórum upp á Stone Mountain og skoðuðum garðinn, safnið og gömlu húsin þar hjá, litum á elsta dómhús Georgiu, löbbuðum um og fórum í Farmers market. Svo fóru þau nokkrum sinnum í bowling og aðeins í búðir. Seinnipart dagsins dottuðu þau oft á tíðum hérna í sófanum, spiluðu kapal í tölvunni eða skrifuðu í dagbókina. Þau eiga samt greinilega eftir að koma aftur því að ég var ekki búin að sýna þeim allt sem ég ætlaði eins og Fox leikhúsið og fleira. Þau skemmtu sér mjög vel og það var ósköp notalegt að hafa þau hérna. Þau fóru síðan frá mér að morgni 30. mars og flugu heim 1. apríl.

Helgina eftir að þau fóru var þemapartí á vegum CCP sem við drifum okkur í. Það áttu allir að mæta í burlesque búning. Við vorum nú ekki að taka það of hátíðlega en keyptum samt pípuhatt á Rúnar og háa hanska á mig. Þetta var skemmtilegt.

Svo var komið páskafrí. Strákarnir voru mjög glaðir að fá frí; geta sofið út eða vaknað og farið beint í sjónvarpið eða tölvuna. Rúnar fékk reyndar ekki frí strax. Á þriðjudaginn var júdó niðri í bæ og ég ákvað að fara með. Tóta og Reynir buðu okkur í mat eftir tímann sem endaði með því að við spiluðum trivial pursuit fram á nótt og ég vakti svo enn lengur að spjalla við Rúnu, mömmu hans Reynis. Næsta dag vorum við stelpurnar búnar að ákveða að hittast heima hjá einni okkar sem var að skipta um húsnæði og fara svo í Piedmont Park (Mennirnir fóru auðvitaði í vinnuna) Þetta var bara örstutt frá Tótu svo við urðum bara samferða henni og vorum svo í garðinum meiripart dagsins. Klukkan var því orðin átta þegar við komum loksins heim eftir skemmtilega daga.

Friggi og Brynja stóðu svo fyrir því að leigja bústað uppi í Smokey Mountains yfir páskana. Þó að hugmyndin kæmi seint upp slógum við til ásamt flestum hinum íslendingunum og drifum okkur. Þessi staður ,Pigeon Forge, er ca 4 tíma í burtu. Jón Helgi kom með okkur og við keyrðum þangað í rigningu og þrumum og eldingum með viðkomu í matvörubúðum (þar sem Jón hafði tekið að sér að undirbúa mat). Þóra og Pétur komust því miður ekki þar sem stelpurnar og Þóra eru með flensuna og búnar að vera hundveikar. Þetta var mjög fín páskahelgi í skemmtilegu umhverfi, með leikjum og heitum potti, spileríi og syngeríi og endalaust af mat...  (og drykk)... Við keyrðum svo heim í gær, páskadag, í frábæru veðri. Á leiðinni sáum við m.a. tvo villta birni í skóginum. Eins og margir aðrir sem leið áttu um, stoppuðum við og reyndum að ná myndum en það var erfitt því ekki var óhætt að fara of nálægt. Einnig stoppuðum við á stórfínum útsýnisstað uppi í fjöllunum og á verndarsvæði indíána sem er á leiðinni.

Í morgun var svo aftur komin rigning og strákarnir fóru í skólann og Rúnar í vinnuna. Þeir voru nú frekar þreyttir eftir fríið, elskurnar, en úr því verður bætt í kvöld. Ásþór er að fara í samræmd próf núna í vikunni en þau eru tekin í nánast öllum greinum og í öllum bekkjum.

Jæja, bið að heilsa ykkur öllum í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Þetta hefur verið algjör ævintýraferð hjá foreldrum þínum og veran þarna úti eitt ævintýrir fyrir ykkur öll.  Æðislegt að fá svona fréttir af þér og þínum.

Kær kveðja Bergdís

Bergdís Rósantsdóttir, 13.4.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband