Læknisskoðun og Lewis Black

Það var rosa gaman hjá okkur Rúnari í gærkvöldi en við fórum á sýningu hjá uppistandaranum Lewis Black. Við ætluðum að fara út að borða á undan og Rúnar var búinn að panta borð á einhverjum flottum stað en við vorum svo sein af stað og svo tók langan tíma að finna bílastæði svo að við hættum við að fara þangað en fengum okkur salat í næsta húsi við Fox Theatre. (Ef þið komið einhvern tíma til Atlanta þá verðið þið að fara og skoða þetta hús. Það var byggt sem bíóhús fyrir 1930 og þar eru alls konar ranghalar og leynigöng, skreytt gulli og útflúri. Í aðalsalnum er stórt, gamalt orgel frá tímum þöglu myndanna, þakið í salnum er málað dimmblátt eins og störnuhimin og salurinn er eftirlíking virkis. Þarna eru enn bíósýningar og allskonar aðrar uppákomur.) Black var mjög fyndinn og þetta var skemmtileg sýning. Svo komum við heim og horfðum á endursýningu af kappræðum varaforsetaefnanna Joe Biden og Söru Palin. Palin gerði sig ekki að fífli og gekk nokkuð vel en Joe Biden var konungur kvöldsins. Hann hefur líka gífurlega reynslu og er afar mælskur. Áfram Obama :)

Í gær fór ég líka með Ásþór í læknisskoðun og sprautur. Hann var búin að fá sex bólusetningarsprautur um daginn en þurfti að koma aftur og fá fleiri núna. Honum leið ekki vel eftir allar þessar sprautur síðast og var hálf smeykur núna. Barnalæknir skoðaði hann í bak og fyrir, tekið var blóð- og þvagsýni og ég veit ekki hvað og hvað auk bólusetninganna. Þetta gekk ágætlega. Þeir strákarnir voru svo í pössun hjá Arndísi og Kela um kvöldið.

Á miðvikudagskvöldið vorum við heima hjá Þóru og Pétri og spiluðum askinn með þeim. Rosa gaman. Við ætlum að reyna að gera það aftur á sunnudaginn ef Emblu verður batnað en hún er lasin, litla skinnið. Á eftir erum við svo að fara að keyra til North Carolina og komum heim á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rúnar og María
Rúnar og María
Þetta blogg er á vegum Maríu Huldar og Rúnars Þórs sem eru stödd í Atlanta í Bandaríkjunum á vegum CCP.

Nýjustu myndir

  • risahamborgari
  • medalíudrengir
  • verðlaunapeningar
  • Þórarinn og Ásþór úti á leikvelli
  • Strákarnir í niðurpökkun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband